http://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 752 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 14:40

Live markmið í mars og ap

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
rss
Live markmið í mars og apríl
  hrannarmar, Feb 28 2012

Sælir drengir og stúlkur

Ég hef nú ekki spilað mikið online og þykir sú iðja reyndar eitt það leiðinlegasta sem að ég geri. Þannig að ég ætla að einbeita mér að live spilamennsku eingöngu.

2011 var frekar gott ár framan að hjá mér og tók ég reglulega niður live mót og vann til að mynda 2 mótaraðir á 53, báðar litlu mótaraðirnar, og endaði í 4 sæti í einni annari.
En í kringum mánaðarmótin sept/okt fór að síga á ógæfuhliðina og fór ég á hið sígilda "bad run", tapaði öllum coin flips og dreginn út hægri vinstri. Þetta hafði auðvitað áhrif á spilamennskuna í kjölfarið og fór ég að spila illa og missti traustið sem að ég hafði á spilamennsku minni.

Í janúar og febrúar held ég að ég hafi náð botninum og byrjaði að drekka of mikið þegar að ég var að spila, þvert á þá reglu sem að ég var búinn að gefa mér að spila alltaf edrú. Auðvitað græddi ég nokkrum sinnum í jan/feb en þegar að maður er að drekka og spila þá droppar maður stórt þar sem að það vantar alla bremsu.
Síðan toppaði ég held ég drykkju spilamennskuna mína á föstudaginn í hinni stórkostlegu Grants 2 mótaröð 53. Kom reyndar stakknum inn í mótinu 70/30 en tapaði og hélt síðan áfram og tapaði nokkru í cg. Fyrir utan það þá var ég kannski of hreinskilinn við einhverja spilara og kvartaði undan svitalykt og annað. Ef að ég var dónalegur við einhvern af ykkur býðst ég hér með fyrirgefningar.

En allavegna nóg með þetta neikvæða væl.

Markmið mitt næstu mánuði er að koma spilamennskunni minni í rétt horf og fara að taka niður eitthvað af þessum mótum og ná upp cg bankrólinu mínu aftur.
Ætla að setja nokkur svona check box.

[] Taka niður 4 mót í mars/apríl og 1 af þeim skal vera Grants 2 mót
[] Casha í 8 mótum
[] Ná að vera 150k upp í cg, kannski ekki mikið en allavegana ekki mínus eins og síðustu 6 mánuði
[] Massa masters ritgerðina og vera búinn að setja upp modelið í lok mars
[] Halda áfram að vera besti pabbi í heimi og reyna að sameina betur konuna og pókerinn

Sé ykkur við borðið og passið ykkur á gamla því að hann er að koma aftur0 votes

Athugasemdir (6)


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir